top of page
sholmlogo.gif
Apple_Mail-512.png

Formáli


Undri er efni sem þróað var með það í huga að nýta fitu sem félli til í matvælaiðnaði til að gera hreinsiefni sem nýtast mætti í iðnaði almennt til að hreinsa olíu og tjöru. Það tókst með ágætum og er það nú víða notað til þvotta í iðnaði, við tjöruþrif á bifreiðum og einnig sem penslasápa fyrir olíumálningarpensla. Í ljós hefur komið að efnið virkar dável í loðnubræðslum og hefur ótvíræða kosti fram yfir önnur efni þar sem sýrustig þess er mun lægra og því veldur það engri tæringu í málmum svo sem áli. Starfsmenn SR-mjöls í Helguvík hafa mikla reynslu af þessu efni, en þeir hafa notað það til allra þrifa vel á þriðja ár.  Við þrif í matvælaiðnaði er hreinlætiskrafa há og skiptir magn (og tegund) gerla á búnaði miklu máli fyrir gæði framleiddrar vöru. Því var ljóst að sannreyna þyrfti hreinsigetu efnisins sértaklega með það í huga og einnig áhrif þess á málma. 

Fjolskyldan.gif
Screenshot 2022-06-20 at 19.01.41.png
Screenshot 2022-06-20 at 19.01.41.png
Screenshot 2022-06-20 at 19.01.41.png
Screenshot 2022-06-20 at 19.01.41.png
Screenshot 2022-06-20 at 19.01.41.png

Smellið á mynd
til að skoða vöru
eða notið flipa
efst á síðu

Hreinlætiskröfur í matvælaiðnaði
Með hertum kröfum um hreinlæti við framleiðslu og vinnslu á matvælum hefur notkun á hreinsiefnum aukist gríðarlega síðastliðinn áratug. Í dag fær enginn vinnsluleyfi á matvælum nema vera með þrifalýsingar á öllum svæðum, áhöldum, tækjum o.s.fr.v. Þessum svæðum er síðan skipt upp í "áhættumikil" (high risk) og "áhættulítil" (low risk) svæði. 
Á “áhættumiklum” svæðum eru mun strangari reglur um þrif. Gera þarf daglega úttekt á öllum þrifum á öllum svæðum og skrá á sérstaka gátlista. 

Öll hreinsiefni fyrir matvælavinnslur sem notuð eru hérlendis og á Norðurlöndunum þurfa að vera viðurkennd af opinberum aðilum til notkunar í matvælavinnslu. Á Íslandi er það Hollustuvernd ríkisins sem veitir þessa vottun (Undri hefur fengið slíka vottun). Rúmlega 80% af þeim hreinsiefnum sem notuð eru við þrif í sjávarútvegi eru kvoðuhreinsiefni. 

Hefðbundin hreinsiefni
Þau kvoðuhreinsiefni sem notuð eru í dag eru mjög basísk (ph 11 - 13) og í þeim er mikill lútur. Þetta veldur tæringu í málmum, mattar málningar og skemmir færibönd og eykur þannig viðhaldskostnað verulega. Einnig brennir hreinsikvoðan hörund og veldur ertingu í öndunarfærum við þrif. 

Í seinni tíð hefur vélbúnaður í fiskvinnslu orðið fíngerðari og viðkvæmari, notaðar eru ýmiskonar vogir og skynjarar. Framleiðendur fiskvinnsluvéla, t.d. Marel eru farnir að geta þess í ábyrgðarsamningum sínum að ábyrgðin gildi aðeins ef notuð eru mild hreinsiefni. Hingað til hafa ekki fengist kvoðuhreinsiefni sem hafa uppfyllt kröfur um virkni hvað þrif varðar og ekki verið tærandi.

Í ljós hefur komið að Undri kvoðuhreinsir virðist uppfylla allar kröfur um hreinsivirkni án þess að valda skemmdum á viðkvæmum tækjabúnaði eða vera heilsuspillandi fyrir fólk.

Kostir Undra
Undri er í raun svokölluð örþeita (microemulsion) sem reynist auðvelt að skríða inn í sykurpróteinhimnur er bakeríur mynda sér til varnar og leysa þær upp svo þær skolast burt með spúlun. Auk þess er Undri hlutlaus á pH skala, hvorki súr né basiskur svo ekki verða neinar skemmdir á álhlutum eða færiböndum.

Rannsóknir


1.  Gerlamælingar 

Gerð var viðamikil rannsókn á hreinsigetu þessara efna í matvælaiðnaði og var rækjuvinnsla fyrir valinu þar sem auðvelt er að fylgjast með gerlafjölda og þar með þrifum í þeim iðnaði. Rækjan er fyrst soðin og kemur því nánast gerlalaus inn í vinnslulínu og safnar upp gerlum á leið í pakkningu. Því voru gerðar svokallaðar ATP mælingar á búnaði og gerlatalning á rækju úr pakkningu í um 5 vikna skeið.  Byrjað var að mæla í nokkurn tíma áður en skipti yfir í Undra fóru fram til að fá fram grunnlínu örverutalninga svo hægt væri að fylgja þróun örveruvaxtar eftir breytingu. Þess ber að geta að gerlamagn var mjög lágt eða um 100-1000 gerlar á gramm af rækju sem er vel undir leyfilegu magni.  Hreinsum með Undra var framkvæmd með sömu aðferðum og notaðar voru við fyrri kvoðuhreinsiefni. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki varð nein sýnileg breyting á gerlamagni sem segir í raun að hreinisgeta efnisins sé ekki takmarkandi þáttur í þrifum. Hins vegar varð sú sýnilega breyting á búnaði að gul slikja sem var á færiböndum og á plasthlutum í vinnslulínu hvarf smám saman er líða tók á prufutímann. Allar mælingar voru framkvæmdar af óháðum aðila, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Ísafirði, og sá Birna Guðbjörnsdóttir matvælafræðingur Rf í Reykjavík um úrvinnslu gagna. 

Einnig voru gerðar prófanir á ætingu (corrosion) á áli og stáli með notkun Undra samkvæmt ASTM staðli. Tekin var sú ákvörðun að fylgja stöðlum sem BOEING flugvélaframleiðendur setja fyrir not á hreinsefnum á flugvélamálma, því þar er mikið um álhluti og mjög strangar kröfur gerðar eins og vonlegt er. 

Eftirfarandi próf voru framkvæmd:

2. Total immersion corrosion test  (ASTM F-483-98). Málmhlutum úr mismundi málmum er dýft í lausn með hreinsiefni og þyngdaraukning mæld og ástand metið. Undri uppfyllti kröfur fyrir alla málma þ.e. Ál, 1020 stál, títaníum og magnesíum.


3. Mechanical Hydrogen Enbrittlement test   (ASTM F 519-97) Mæling á spennutæringu. Notað er ASIS 4340 stál í þessa mælingu. Undri uppfyllir kröfur.

Einnig voru gerð próf á Stress corrosion of Titanium með ASTM F 945 og Corrosion of Low-Embritting Cadmium Plate skv ASTM F - 1111 sem Undri stóðst en hefur ekki þýðingu í matvælaiðnaði.

Samantekt á niðurstöðum
Undri virðist hafa ákjósanlega eiginleika til þrifa í matvælaiðnaði þar sem notuð eru dýr tæki sem tærast við hátt pH gildi. Hreinsieiginleikar eru að minnsta kosti sambærilegir öðrum kvoðuhreinsiefnum og aðrir þættir í hreinsun svo sem mismunandi nákvæmni starfsmanna við þrif virðast hafa meiri áhrif. Samkvæmt reynslu í SR-mjöli, Helguvík gefur Undri jafna áferð (og gljáa) á yfirborð álhluta án þess að hreinsivirkni sé lakari.

5_ltr_family_Undri_.png
bottom of page