imghaus 

UNDRI Blettahreinsir - Umsögn

Við hjá UNDRA erum þakklát fyrir aðsendar umsagnir frá viðskiptavinum. Við erum stolt af vörum okkar og teljum að við gerum gott með því að hafa þær á markaði því umhverfisáhrif þeirra eru lítil samanborið við aðrar sambærilegar vörur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar aðsendar umsagnir um vöruna.

Ónafngreindur notandi

Mig langar að lýsa ánægju minni með Blettahreinsinn ykkar. Ég á litla skvísu, og þau litlu krílin eru oftar en ekki frekar dugleg að setja mat í fötin sín. Ég var með hvíta bómullarpeysu, sem ég var næstum búin að henda eftir eina notkun því það fór Kókómjólk í hana. All nokkrir blettir, mjög áberandi. Ég ákvað að prófa Blettahreinsinn frá Undra. Ég bleytti upp í blettunum og lét liggja ca 60 mínútur. Bleytti aftur í þeim og nuddaði hvern blett fyrir sig, og liturinn úr Kókómjólkinni alveg lak úr! Setti svo flíkina í þvott, og hún er eins og ný.

Takk takk fyrir frábæra vöru

p.s. nýji stúturinn er frábær.

Frá UNDRA ehf.

Okkur hjá UNDRA langar að benda á að allt sem Penslasápan okkar getur gert, getur Blettahreinsirinn okkar líka. Munurinn á vörunum tveimur er einungis sá að ilmur blettahreinsis er peruilmur og miðinn er annar.

Hér er hægt að lesa um aðra notkunarmöguleika penslasápunar okkar.

facebook færslur

Ef þig langar að segja eitthvað um þessa vöru þá getur þú gert það hér að ofan

með facebook eða sent okkur vefpóst á  undri@undri.com.