imghaus 

UNDRI Garðahreinsir

UNDRI Garðahreinsir er fjölnota hreinsiefni sem ætlað er í garðinn. Hann má nota til þrifa á allflestum yfirborðsflötum sem fyrirfinnast í garðinum, svo sem garðpöllum, garðhúsgögnum, heitum pottum, sláttuvélum, málningaráhöldum, penslum og grillum svo eitthvað sé nefnt. Einnig fjarlægir UNDRI flugur og trjákvoðu af bílum og tjaldvögnum.

UNDRI Garðahreinsir - helstu kostir

Eitt fjölnota hreinsiefni til flestra hluta í garðinum.
Hreinsar, -garðinn, -grillið, -pallinn, -pottinn og -húsið.
Umhverfisvænn
Eftir 90 daga hafa gerlar étið UNDRA og er hann þá aftur kominn í eðlilega hringrás náttúrunnar.
product image

Verndum náttúruna

UNDRI inniheldur engin lífræn leysiefni né komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg náttúrunni. UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301B(OECD) Gerlar éta 90% af UNDRA á 45 dögum. Eftir 90 daga hafa þeir étið hann allan og er UNDRI þá aftur kominn í eðlilega hringrás náttúrunnar.

Notkunarleiðbeiningar

  • Úðið UNDRA á flötinn sem hreinsa skal.
  • Dreifið með kústi eða svampi.
  • Látið efnið vinna í 3 til 10 mínútur.
  • Skolið vel af með vatni.

  • UNDRA má nota ýmist blandaðan vatni eða óblandaðan.
  • Virkni UNDRA eykst eftir því sem blandan er sterkari.

Óblandaður UNDRI drepur gróður.

Innihaldslýsing

Sojaprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat og própanól.

UNDRI Iðnaðarhreinsilögur er fáanlegur í eftirfarandi umbúðum

Umbúðir Einingaverð án vsk Lítraverð Strikamerki
 miða
Strikamerki
umbúða
Skoða innihald körfu