imghaus 

UNDRI Garðahreinsir - notkunarmöguleikar

Garðahreinsinn má nota til ýmissa hluta. Hér kemur upptalning á notkunarmöguleikum sem varan var ekki upphaflega þróuð fyrir. Þessa notkunarmöguleika fengum við oftast frá okkar viðskiptavinum. Við þökkum þeim fyrir að deila þessu með okkur.


Gróður milli gangstéttahella

Garðahreinsirinn hefur verið notaður með góðum árangri til að fjarlægja óæskilegan gróður milli gangstéttahella.

úðið efninu óblönduðu á gróðurinn sem fjarlægja skal. Daginn eftir á gróðurinn að vera dauður, þá má fjarlægja hann t.d. með háþrýstidælu.

Óæskilegt er að úða í rigningu og miklum vindi.

Græna slikjan

UNDRI garðahreinsir fjarlægir græna slikju sem vill myndast á heitum pottum, garðpöllum, stéttum, málmum og plasti.

Mosi

Óblandaður UNDRI garðahreinsir hefur verið notaður með góðum árangri til að fjarlægja mosa af stéttum, garðpöllum o.fl. Notið efnið ekki til að fjarlægja mosa úr grasi því hann drepur grasið líka.

Að auki

Hreinsar UNDRI garðahreinsir tjöru, olíu, fitu, salt og önnur óhreinindi..

Ef þú lumar á notkunarmöguleika sem ekki kemur fram í þessum lista,

endilega sendu okkur tölvupóst á undri@undri.com.