imghaus 

UNDRI Línusápa - Umsögn

mynd af svaninum

Við hjá UNDRA erum þakklát fyrir aðsendar umsagnir frá viðskiptavinum. Við erum stolt af vörum okkar og teljum að við gerum gott með því að hafa þær á markaði því umhverfisáhrif þeirra eru lítil samanborið við aðrar sambærilegar vörur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar aðsendar umsagnir um vöruna.

Ólöf Hilmarsdóttir

Ólöf vann við uppstokkun á fiskilínu hjá Selatanga í Keflavík. Hún var að þvo bílinn sinn upp úr Undra tjöruhreinsi þegar hún fékk þá snilldarhugmynd að það hlyti að vera gott að nota UNDRA á fiskilínu. Hún taldi víst að línan myndi mýkjast. Hún fékk leyfi til að reyna efnið og árangurinn lét ekki á sér standa. Línan sem getur verið afskaplega stíf og leiðinleg varð hrein og mjúk, eftir nokkra vöruþróun á efninu. Áhöfnin á Sigga litla Bjarna, sem hún vann hjá, var mjög ánægð með árangurinn og Ólöf segir engan vafa á að veiðin hafi aukist verulega þó að hún hefði verið góð fyrir. Menn komu í skúrinn til að sjá með eigin augum hvernig farið var að og margir hafa nú reynt þetta sjálfir og hafa sömu sögu að segja.

Áhöfnin á Kópi frá Grindavík

hefur gert markvissar tilraunir með Undra línusápu og úðað annað hvert bjóð. Virðist sem að talsvert meira fáist á úðuðu bjóðin.

Pétur Sigurðsson

Pétur á Ebbu KE fullyrðir að aflinn hafi aukist um nær helming hjá sér eftir að hann fór að nota Undra línusápu. Um áramót þreif Pétur gömlu línuna sína upp úr Undra og bætti á krókum þar sem við átti. Aflinn jókst til muna og þakkar Pétur það hreinsiefninu. Hann segir það þekkt að ný lína fiski meira en gömul enda sé hún hrein og allir krókar á. Með Undra verði línan sem ný og fiski því betur.

Þrír bátar

Jákvæðar tilraunir þriggja báta undirstrika það að Undri línusápa virkar vel.

facebook færslur

Ef þig langar að segja eitthvað um þessa vöru þá getur þú gert það hér að ofan

með facebook eða sent okkur vefpóst á  undri@undri.com.