imghaus 

UNDRI Tjöruhreinsir

Undri tjöruhreinsir er notaður til að hreinsa tjöru og önnur óhreinindi af bifreiðum, vélum og tækjum. Hann er í raun þrjú efni í einu: tjöruhreinsir, sápa og bón. Undra tjöruhreinsi má úða á bílinn og best er að láta hann liggja á í 2 - 5 mín. áður en eiginlegur þvottur hefst. Einnig er hægt að bera Undra tjöruhreinsi á með því að hella smá skammti á láréttan flöt á bifreiðinni og dreifa svo með blautum kústi. Ef þessi aðferð er notuð er betra að spúla á undan öllum lausum óhreinindum af til að rispa ekki lakkið. Látið Undra verka í nokkrar mínútur. Þvoið síðan af með miklu vatni. (Hætt er við taumum ef nægilegt vatn er ekki notað). Best er að láta bílinn þorna án þess að þurrka hann með klút. Ef bifreiðin er þurrkuð með klút er best að láta rúðurnar sjálfþorna. Notið ekki Undra tjöruhreinsir ef hitastig er undir 0°C, því þá storknar bónþátturinn og hann dreifist því ekki eðlilega.

UNDRI tjöruhreinsir - helstu kostir

Fjarlægir auðveldlega salt og tjöru.
Má fara á blautan bílinn.
Best er að skola fyrst af óhreinindin og úða svo efninu á til þess að koma í veg fyrir rispur á lakki bílsins þegar kústur er notaður.
Skilur eftir gljáa og þunna bónhúð.
Engin leysiefna lykt (terpentína).
Þess vegna tilvalinn til þrifa á bílnum innandyra.
Umhverfisvænni:
Auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).
product image

Undri er vistvænni

  • UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.
  • UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).
  • UNDRI er örþeyta sem inniheldur sojaprópýlester (unnin úr sojabaunum) blandað ethoxýlatsápu og og vatni.

Leiðbeiningar

Undri tjöruhreinsir er ætlaður til að hreinsa tjöru og önnur óhreinindi af bifreiðum, vélum og tækjum.

  • Efnið má nota óblandað eða blandað.
  • Úðið efninu á flötinn eða dreifið með kústi eða svampi.
  • Gott er að láta efnið vinna í 2-5 mín.
  • Best er að byrja þvottinn neðst til að nýta virkni efnisins sem best.

Athugið að við hitastig yfir 24°C getur efnið skilið sig, hristist þá fyrir notkun.

Innihaldslýsing

Sojaprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat, própanól, þráavara- og ilmefni

UNDRI Tjöruhreinsir er fáanlegur í eftirfarandi umbúðum

Umbúðir Einingaverð án vsk Lítraverð Strikamerki
 miða
Strikamerki
umbúða
Skoða innihald körfu