imghaus 

UNDRI Tjöruhreinsir - notkunarmöguleikar

Tjöruhreinsinn má nota til ýmissa hluta. Hér kemur upptalning á notkunarmöguleikum sem varan var ekki upphaflega þróuð fyrir. Þessa notkunarmöguleika fengum við oftast frá okkar viðskiptavinum. Við þökkum þeim fyrir að deila þessu með okkur.


Bílasápa og bón

Tjöruhreinsirinn hreinsar ekki bara tjöruna af bílnum heldur gefur hann einnig gljáa og verndar lakkið. Hægt að viðhalda gljáanum með því að þvo bílinn reglulega með UNDRA.

Bílaáklæði og gólfteppi

Nota má tjöruhreinsirinn til að ná koppafeiti-og olíublettum úr áklæðum og gólfteppum bíla. Öruggast er að prófa efnið fyrst á lítið áberandi stað til að athuga hvort áklæðið eða teppið lætur lit, af því að sápuefnin í Undri eru sterk.

Gegnumbleytið blettinn með efninu, látið bíða í 5 mín. og strjúkið síðan sápuna vel úr með svampi eða klút.

Flugur, Trjákvoða og Harpix

Nota má tjöruhreinsi til að fjarlægja flugur og trjákvoðu af bílum og tjaldvögnum.

Úðið tjöruhreinsinum á flötinn sem hreinsa skal og látið liggja í ca. 10 mín. Skolið svo af með vatni.

Þrífa upp vélar og vélarhluti

Tjöruhreinsirinn hefur verið notaður mikið í vélarrúmum skipa. Hann hentar einstaklega vel á göngupallana.

Sót

Undri tjöruhreinsir vinnur vel á sóti og því góður til að þvo öskubakka sem tjaran er föst í. Blandið efnið til helminga með vatni.

Látið öskubakkann ofan í blönduna. Látið liggja í 5-10 mín.

Ef þú lumar á notkunarmöguleika sem ekki kemur fram í þessum lista,

endilega sendu okkur tölvupóst á undri@undri.com.