imghaus 

UNDRI Tjöruhreinsir - Umsögn

Við hjá UNDRA erum þakklát fyrir aðsendar umsagnir frá viðskiptavinum. Við erum stolt af vörum okkar og teljum að við gerum gott með því að hafa þær á markaði því umhverfisáhrif þeirra eru lítil samanborið við aðrar sambærilegar vörur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar aðsendar umsagnir um vöruna.

Vélaverkstæði Jóhanns Viðars

Á Vélaverkstæði Jóhanns Viðars í Njarðvík er Undri tjöruhreinsir notaður til að þrífa bíla sem á eru mikil óhreinindi svo sem: olía, smurning, tjara, ryk, málning og önnur óhreinindi. Hitastig við hreinsun er 2-20° C. Efninu úðað óblönduðu á bílinn. Látið vinna í 10 mín. Bíllinn kústaður og þveginn með vatni. Byrjað neðst. Skolaður vel með vatni á eftir. Bíllinn verður algjörlega hreinn og glansandi. Engin þörf á eftirmeðhöndlun. Á mínu verkstæði er Undri tjöruhreinsir einnig notaður til að þvo vélar, vélahluti og gólf. Einnig þvoum við okkur um hendurnar með Undra tjöruhreinsi. Hann er þá blandaður með vatni.

Rúnar Sigurjónsson

Ég er einn af þeim sem nota mikið hið undraverða efni Undra. Ég er nefnilega búin að komast að því að þetta er besti tjöruhreynsir í heimi, en bara ef hann er rétt notaður. Ég hef heyrt menn bölva þessu efni og segja að það geri ekkert gagn og það er alveg rétt ef farið er eftir leiðbeiningunum á brúsanum. Galdurinn við að láta efnið vinna rétt er að skola bílinn vel með köldu vatni áður en efninu er úðað á bílinn. Ef þessi aðferð er notuð er ekkert efni sem hreynsar eins vel og Undri jafnframt því að þetta gefur manni kost á að skola sand og önnur þ.h. óhreynindi af lakkinu áður en farið er að hræra á því með kúst eða svampi. Þannig kemur Undri í veg fyrir fínar rispur á lakki sem oft koma til af notkun efna þar sem ekki má bleyta ökutækið áður en efnið er sett á bílinn. Eina umkvörtunarefnið mitt um Undra er að ég á fyrirlyggjandi heilan haug af brúsadælum í fínu lagi þar sem ekki er hægt að fá Undra án dælu á næstu bensínstöð. Með kærri þökk fyrir besta efni í heimi.

Ófeigur Fanndal Birkisson

Ég er með nýlegan bíl og hef eingöngu þvegið hann með Undra/Tjöruhreinsi. Þá skola ég bílinn fyrst, úða undra á, læt bíða í 2-4mín, strýk yfir með blautum svampi og skola síðan af. Þannig slepp ég alveg við að nota haugdrulluga kústa þvottastöðvanna. Ég er mjög ánægður með þessa vöru og get hiklaust mælt með henni.

kveðja,

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir

Sigmar Ólafsson

Síðastliðið vor fór ég í tveggja vikna ferð til útlanda og skildi kassabílinn okkar eftir á bílastæði við KFUM heimilið í Reykjavík á meðan. Þar stóð bíllinn í einu horni bílastæðisins, með hægri hlið að trjávegg. Þegar ég kom til baka og ætlaði að fara að nota bílinn aftur, fannst mér sem eitthvað væri óeðlilegt í hægri baksýnisspeglinum, ég var þó ekki viss. Þegar ég fór út úr bílnum og skoðaði hægri hliðina sá ég að hún var öll máluð með einhverskonar málningu. Þetta var málverk eins og skemmdarvargar mála víða um bæinn. Ég vissi ekki hvenær þetta hafði verið gert og ómögulegt að vita neitt um málið þar eð það var ekkert á þessu frá götunni og óvíst að nokkur hafi tekið eftir þessu fyrr en bíllinn var hreyfður. Þar sem ég hafði áður flutt afurðir S. Hólm og í framhaldi af því farið að nota kraftaverkamiðilinn Undra, datt mér í hug að prófa Tjöruhreinsi til að reyna að ná málningunni af, ég viðurkenni fúslega að ég var ekki sérlega bjartsýnn og taldi reyndar að það væri búið að eyðileggja bílinn fyrir okkur. En viti menn, eftir eina umferð var mestur hluti málningarinnar farinn að leysast upp, bæði tússið og einnig menjan (þetta voru margar tegundir af málningu og litum) og eftir þrjár umferðir var bíllinn orðinn eins og nýr og engin merki ósómans sjáanleg. Þetta var árangur sem ég átti ekki von á og hefði reyndar ekki trúað að óreyndu. Að geta hreinsað málningu af heilli hlið á stórum sendibíl með örfáum lítrum af tjöruhreinsi, bílþvottakústi og vatni hlýtur að teljast kraftaverk.

Ónafngreindur notandi

Ég var að prófa Undra tjöruhreinsi og vil bara lýsa ánægju minni með efnið Bíllinn var mikið skítugur enn ég var frekar að spara efnið en hitt. (notaði ca 2dl á 3dyra bíl). Síðan burstaði ég bílinn með annars tjörugum þvottakústi, svona eins og þeir vilja verða. Bíllinn var ekki þurr fyrir sem hefði undir flestum kringumstæðum dregið úr virkni. Efnið hreinsaði vel og skildi eftir mjög gljáandi bíl, mun betri en þau sem ég hef áður notað. Þið ættuð að reyna kynna efnið vel t.d. í motor á skjá einum og fá t.d. Ómar Ragnarson til að prófa það (ef þetta er e-ð meira umhverfisvænt en önnur efni, fróðlegt að notaður sé tólgur) Núna er aðalsölutími hjá ykkur og því kjörtækifærið að bregðast við Greinilega gott efni. Gangi ykkur vel!

facebook færslur

Ef þig langar að segja eitthvað um þessa vöru þá getur þú gert það hér að ofan

með facebook eða sent okkur vefpóst á  undri@undri.com.