top of page

UNDRI penslasápa

UNDRI Penslasápa - notkunarmöguleikar

Penslasápuna má nota til ýmissa hluta. Hér kemur upptalning á notkunarmöguleikum sem

varan var ekki upphaflega þróuð fyrir. Þessa notkunarmöguleika fengum við oftast frá

okkar viðskiptavinum. Við þökkum þeim fyrir að deila þessu með okkur.

 

Fúavari úr penslum

Penslasápan mjög góð til að ná fúavara úr penslum.

Vatnsmálning úr fötum

Penslasápan hefur verið notuð með góðum árangri til að ná vatnsmálningu úr fötum.

Berið sápuna í málningarblettinn og látið liggja á um það bil eina klukkustund.

Þvoið síðan flíkina á viðeigandi hátt.

Eldavél, vifta og flísar

Við eldunaraðstöðu vill of safnast fita og önnur óhreinindi. Þarna er penslasápan tilvalin til þrifa.

Sápuefnin í penslasápunni eru sterk, því ber að varast að nota hana á lakkaða fleti eins og t.d. eldhúsinnréttingar.

Berið sápuna á flötinn og látið liggja í ca. 5 mín. Skrúbbið og þvoið svo sápuna af með volgu vatni.

Baðherbergi, flísar og bað

Baðherbergið- flísar og baðHúðfita mattar flísar og safnast sem skán í bað og sturtu. Auðvelt er að ná henni af með penslasápunni.

Látið sápuna liggja á í nokkrar mínútur, skrúbbið og skolið síðan vel af með volgu vatni.

Bakarofn

Penslasápan er tilvalin til þrifa á bakarofnum. Hún virkar mjög vel á fitu. Með notkun hennar má komast hjá að nota mengandi eiturefni.

Berið sápuna inn í ofninn og látið liggja yfir nótt. Þrífið síðan með pottavír/stálull.

Kertavax

Hægt er að ná kertavaxi úr dúkum með penslasápu. Þó verður að gæta þess að dúkurinn sé litekta.

Blandið til helminga penslasápu og volgt vatn. Leggið dúkinn í blönduna og látið liggja þar í ca. eina klst. Þvoið svo dúkinn á viðeigandi hátt.

Rauðvín

Auðvelt er að ná rauðvíni úr dúkum og flíkum með Undra penslasápu. Þó verður að gæta að því hvort dúkurinn eða flíkin láti lit. Sé svo skal stytta tímann sem sápan liggur á blettinum. Vætið rauðvínsblettinn vel með sápunni og látið liggja í ca. 1 klukkutíma. Setjið síðan í þvottavél.

Á grillið

Fita og sót sem sest á grill fjarlægist auðveldlega með penslasápunni.

Fjarlægið steina/ösku úr grillinu, berið penslasápuna á þá fleti sem þrífa á. Látið liggja á í ca. 5-10 mín. Skrúbbið og þvoið svo sápuna af með volgu vatni. Best er að leggja grindur í bleyti, blandið þá til helminga penslasápu og vatn.

Blóð

Penslasápan fjarlægir blóð úr taui auðveldlega. Þó verður að gæta að því hvort tauið láti lit. Sé svo skal stytta tímann sem sápan liggur á blettinum.

Vætið blóðblettinn vel með sápunni og látið liggja í ca. 1 klukkutíma. Setjið síðan í þvottavél.

Tyggjó

Penslasápan hefur verið notuð til að ná tyggjói úr fatnaði, áklæðum sæta og öðru taui. Athuga verður þó hvort efnið sem hreinsa á þolir penslasápuna með því að prufa fyrst á lítið áberandi stað.

Berið sápuna í tyggjóblettinn og nuddið þar til tyggjóið leysist upp. Hreinsið síðan sápuna vel úr efninu með vatni.

Trjákvoða og Harpix

Harpix er efni á hendur svo betra grip sé á handbolta. Komist efnið í föt hefur reynst mjög erfitt að ná því úr en með Undra penslsápu er verkið auðvelt. 

Leggið flíkina í bleyti í penslasápuna. Látið bíða í 10 mínútur. Setjið síðan í þvottavél. Ath. Láti flíkin lit þarf að stytta tímmann sem sápan liggur á blettinum.

Túss

Penslasápa þrífur sumar tegundir af tússi. 

Penslasápa þrífur sumar tegundir af tússi. Blandið til helminga penslasápu og volgt vatn. Látið blönduna liggja á tússinu í 5-10 mín og nuddið þar til tússið er horfið.

Lopasápa

Penslasápan hefur verið notuð til þvottar á ullarfatnaði. Hún mýkir og hreinsar ullina vel.

Leggið ullarflíkina í bleyti. Blandið ca.. hálfum dl. í 10 lítra af vatni. Ef flíkin er mjög óhrein aukið þá hluta sápunnar.

Naglalakk úr fötum

Hægt er að nota UNDRA Penslasápu til að ná naglalakki úr fötum. Ef Asinton er notað til að ná naglalakkinu úr þá er hætt við því að Asinton bræði gat á flíkina. Því mælum við með því að nota UNDRA Penslasápu eða UNDRA Blettahreinsir í þessu tilviki.

Ef þú lumar á notkunarmöguleika sem ekki kemur fram í þessum lista,

endilega sendu okkur tölvupóst á undri@undri.is

Penslasápa
bottom of page