UNDRI Penslasápa - Umsagnir
Við hjá UNDRA erum þakklát fyrir aðsendar umsagnir frá viðskiptavinum.
Við erum stolt af vörum okkar og teljum að við gerum gott með því að hafa þær á markaði því
umhverfisáhrif þeirra eru lítil samanborið við aðrar sambærilegar vörur. Hér fyrir neðan má sjá
nokkrar aðsendar umsagnir um vöruna.
Dr. Gunni
Fréttablaðið - Neytendur: Mælt með Penslasápu
Haugamatur verður sem nýtt Hilmari Sigurðssyni, smiði til fimmtíu ára, blöskrar það þegar fólk
hendir penslum bara vegna þess að þeir eru skítugir. Hann er með góða lausn. "Ég fann
eitthvaðsem heitir Penslasápa í Byko," segir hann. "Umbúðirnar lofa öllu fögru. Ég hélt að þetta
væri einhver auglýsingarbrella, en gaf því þó tækifæri. Ég lét nokkra skítuga og grjótharða
pensla liggja í sápunni í tvo sólarhringa og mér til mikillar ánægju komu þeir upp úr þessu
eins og nýhreinsaðir hundar. Það þurfti ekki nema að skola af þeim með volgu vatni og þá
mátti fara að nota þá aftur. Þessi sápa er íslensk og náttúruvæn, framleidd af Undra í
Reykjanesbæ. Fólk er efalaust að dytta að og mála úti um allt land um þessar mundir og það
liggja penslar undir skemmdum víða. Ég mæli eindregið með því að fólk verði sér út um þessa sápu því það skilar sér margfalt.
Penslarnir sem voru haugamatur komast aftur í not."
Starfsfólk málningardeildar HÚSASMIÐJUNNAR í Keflavík
PENSLASÁPAN Frá UNDRA
Reynsla okkar af Penslasápunni er mjög góð. Með henni má ná flest allri málningu úr penslum, jafnvel þó málningin sé orðin þurr. Hægt er að ná málningu úr fötum, frábært hreinsiefni t.d. á flísar, vaska, baðkör og margt fleira. Alhliða hreinsiefni sem ætti að vera til á öllum heimilum. Síðast en ekki síst þá er Penslasápan umhverfisvæn sem er mikilvægur kostur í dag.
Hafdís Baldursdóttir
Kæra fólk hjá UNDRI ehf.
Ég bara varð að skrifa ykkur og dásama penslasápuna frá ykkur. Ég á tvær skæruliðaprinsessur 2. og 4. ára og eru þær ansi duglegar að lita og mála. Sú eldri hefur margoft komið heim úr leikskólanum og fötin hennar eru ekki lengur þekkjanleg. Hún klínír málningu, bleki og ýmsum öðrum óþverra í fötin sín. Og eftir stendur mamman með fullt af ónýtum fötum. 'Eg er búin að kaupa held ég næstum allar tegundir af þvottaefnum og blettaeyðiefnum sem til eru á markaðinum og ekkert gerist. EN svo ákvað ég að prófa penslasápuna frá ykkur og.... Núna er ég búin að henda úr þvottahúsinu mínu öllum hinum efnunum. Gömlu fötin hennar dóttur minnar eru sem ný og ég er hætt að taka róandi ( smá grín) í hvert skipti sem dömurnar skrifa á veggi og borð. Skiptir engu máli lengur, nota bara penslasápuna frá ykkur. Meira segja er ég farin að nota sápuna á tómatsósubletti og aðra erfiða bletti og alltaf virkar penslasápan. Allavegana er ég búin að hvetja svo margar mömmur til að kaupa þetta efni að ég veit að hún er uppseld í 1lítra umbúðum í BYKO vesturbæ.
Með kærri þökk fyrir frábæra vöru
Hafdís Baldursdóttir
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir
Ég vil þakka fyrir frábæra vöru sem er penslasápan ykkar. Þá sápu hef ég notað á erfiða bletti í fötum eins og fúavörn og málingu og allt hefur farið úr. Í öðru tilfellinu var um dúnúlpu og bar ég sápuna í og nuddaði og síðan beint inn í þvottavél í hinu tilfellinu var það fúavörn sem fór í buxur og bar ég þá sápuna á blettina nuddaði með svampi og síðan beint í þvottavélina þessir blettir hurfu alveg og hefur enginn blettahreinsir sem seldur er í búðum unnið á slíkum blettum sem ég hef fengið í föt áður.
kveðja,
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir
Benedikt Guðni Gunnarsson
Komiði sæl. Ég er oft að vesenast í bílaviðgerðum og í svoleiðis vill maður verða ansi drullugur á höndunum. Fyrir nokkru fór ég að nota pennslasápuna frá ykkur til handþvotta og er skemmst frá því að segja að það er það besta sem ég hef fundið, þrífur vel og fer vel með hendurnar. Því datt mér í hug að athuga hvort ykkur hafi ekki komið í hug að setja einhverskonar hleypir í hana til að hún verði þykkari, svona eins og þessi handþvottakrem sem víða er hægt að fá.
Kveðja
Benedikt Guðni Gunnarsson
facebook færslur
Ef þig langar að segja eitthvað um þessa vöru þá getur þú gert það hér að ofan
með facebook eða sent okkur vefpóst á undri@undri.com.
Ef þú lumar á notkunarmöguleika sem ekki kemur fram í þessum lista,
endilega sendu okkur tölvupóst á undri@undri.com.