top of page

UNDRI Kvoðuhreinsir

Undri Kvoðuhreinsir er öflugt, háfreyðandi kvoðuhreinsiefni fyrir matvælaiðnað. Undri Kvoðuhreinsir veldur ekki tæringu á áli eða stáli né mattar málningar. Leysir vel upp fitu og eggjahvítuefni. Til notkunar á tæki veggi gólf og er sérstaklega góður til notkunar á tæki sem þola ekki að vera hreinsuð með hefðbundnum hreinsiefnum sökum tæringar. Undri er ætlaður til notkunar í kvoðudælur eða háþrýstidælur en má nota í handþvott þar sem dælum verður ekki við komið. Undri kvoðuhreinsir inniheldur engan lút og er með sýrustig (pH) 7.7 og má nota blandaðan á alla fleti sem þola vatn.

UNDRI Kvoðuhreinsir - helstu kostir

  • Inniheldur engin leysiefni.

  • Má nota á loftræstingar.

  • Nota má sama efnið á

  • borð, gólf, veggi, vélarhluti og flísar.

  • Notendur anda ekki að sér eiturefnum.

  • Sýrustig ph7.7

  • Skaðar hvorki menn né málma

Undri er vistvænn

  • UNDRI inniheldur ekki komplexbindandi efni sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna.

  • UNDRI er auðniðurbrjótanlegur í náttúrunni og stenst lífniðurbrotsmælingu 301 B (OECD).

  • UNDRI er örþeyta sem inniheldur sojaprópýlester (unnin úr sojabaunum) blandað ethoxýlatsápu og og vatni.

Leiðbeiningar

  • Úðið lausninni á flötinn með kvoðudælu eða kvoðukút.

  • Látið liggja á í 15-20 mín.

  • burstið erfið óhreinindi og skolið með vatni.

  • (Volgt er betra en kalt).

Blöndun:

Erfið óhreinindi

1:20 (5%)=0.5 ltr. í 10 ltr. af vatni.

Meðal óhreinindi

1:35 (3%)=0.3 ltr. í 10 ltr. af vatni.

Léttari óhreinindi

1:50 (2%)=0.2 ltr. í 10 ltr. af vatni.

Innihaldslýsing

Sojaprópýonat, vatn, alkóhóletoxýlat og própanól.

Screenshot 2022-06-20 at 18.29.13.png
Undri KVOÐUHREINSIR
bottom of page