Undri - Um fyrirtækið
Sigurður Hólm Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri, sótti námskeið á haustdögum árið 1997, hjá Markaðs- og atvinnustofnun Reykjanesbæjar, MOA, sem skipulagt var af fræðslusviði Iðntæknistofnunar Íslands og rekið undir nafninu “Hleypt af stokkunum - Viðskiptahugmynd að veruleika”. Í framhaldi af því bauðst honum að kaupa formúlu að vistvænum tjöruhreinsi, sem þróaður var á Iðntæknistofnun Íslands með styrk frá Rannsóknarráði Íslands. Framleiðsla hófst í tilraunaskyni, í maí 1998, í 60 fermetra leiguhúsnæði, að Grófinni 18, Keflavík. Fyrirtækið S. Hólm ehf var svo formlega stofnað 14. ágúst 1998. Í byrjun júlí árið 1999, var hafist handa á byggingu nýs iðnaðarhúsnæðis að Stapabraut 3. Flutt var inn í nýja húsið 21. janúar 2000. Árið 2004 var fyrirtækisnafninu breytt í UNDRI ehf.
​
​Árið 2021 var fyrirtækið selt og nýir eigendur tóku við
​
​
​
​
​
Umhverfisstefna
UNDRI ehf. ætlar með starfsemi sinni að leitast við að hafa sem minnst umhverfisáhrif. UNDRI ehf. mun aðeins framleiða umhverfisvænar vörur sem brotna hratt niður í náttúrunni. Í vali umbúða ætlar fyrirtækið að leitast við að velja þær umbúðir sem minnst umhverfisáhrif hafa. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum skilagjald fyrir vöruumbúðir svo hægt sé að nýta þær aftur. Fyrirtækið mun einnig leitast við að endurnýta umbúðir sem koma frá birgjum þess. Um er að ræða pappa, pappakassa, plast, plastpoka, tunnur, tanka og bretti. Það sem ekki er hægt að nýta innan starfsemi fyrirtækisins mun fyrirtækið skila birgjum svo þeir geti endurnýtt. Við framleiðslu skal leitast við að nota endurnýtanlega orkugjafa. Fyrirtækið reynir eftir fremsta megni að skipta við innlenda framleiðendur svo mengun við flutning á hráefnum haldist í lágmarki.
​
Undri fékk Norræna umhverfismerkið Svaninn
Nú eru umhverfismál ofarlega á baugi hjá mörgum fyrirtækjum. Með aukinni umhverfisvitund leita menn leiða til að minnka áhrif frá starfsemi fyrirtækja sinni á umhverfið. Því losa menn sig við mengandi efni sem eru skaðleg bæði heilsu manna og náttúrunni. Það er því fagnaðarefni að komin eru á markaðinn mjög áhrifamikil hreinsiefni, sem eru óskaðleg mönnum. Efnin eru 100% vistvæn og standast kröfur OECD um hratt niðurbrot í náttúrunni. Hreinsiefnin má nota til dæmis í sjávarútvegi, fiskvinnslu og matvælaframleiðslu almennt.
​
Nánari upplýsingar
​
​
​
Opið frá 9:00 til 16:00 alla virka daga en lokað í hádeginu.
Sími 699 5189
​
Heimilisfang:
Stapabraut 3a, 260 Reykjanesbær
Tölvupóstur: undri@undri.is
Kennitala 570898-2219
Vsk nr. 59248
​
​